KEA skyr með kókos í 500 g umbúðir

KEA skyr með kókosbragði hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom á markað á síðasta ári. Eftirspurnin eftir 500 g dós hefur verið mikil og nú geta neytendur keypt þetta holla og bragðgóða skyr í  stærri einingu en áður. Skyrið er dásamlegt beint upp úr dósinni en svo má líka nota það í skyrdrykki, eftirrétti, brauð og kökur. Við hvetjum ykkur til að kíka á síðuna okkar gottimatinn.is og fá innblástur þaðan, en hér að neðan er ein uppskrift þar sem kókosskyrið er í aðalhlutverki.

 

Skyr-límónu pannacotta - fyrir fjóra

Innihald
2 stk matarlímsblöð
2 dl rjómi
3 msk sykur
1 stk límóna - fínrifinn börkur og safi
1 dós KEA kókosskyr eða KEA vanilluskyr

Aðferð:

1. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í 5 mínútur.

2. Setjið rjóma, límónubörk og sykur saman í pott og hitið að suðu. Takið af hitanum. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið þau saman við heitan rjómann. Hrærið. Látið kólna aðeins.

3. Hrærið skyri og límónusafa saman við rjómablönduna. Hellið í fjögur glös eða 4 litlar eftirréttaskálar. Geymið í kæli í a.m.k. þrjá tíma.

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?