Jólaskyr með piparkökubragði

Komin er á markað afar skemmtileg jólavara en um er að ræða jólaskyr með piparkökubragði og heyrir það undir eftirréttaflokk MS. Eins og við flest vitum er piparkökubakstur partur af undirbúningi jólanna og piparkökubragð því eitthvað sem flestir Íslendingar þekkja vel og þykir gott. Það er því afar ánægjulegt að geta boðið í fyrsta sinn upp á ferskvöru með þessu vinsæla bragði en gaman er að segja frá því að neytendur hafa gaukað þessari hugmynd að okkur nokkrum sinnum og óhætt að segja að vöruþróun MS taki mið af þörfum og óskum neytenda.

Ásamt því að fara á markað hér innanlands verður jólaskyrið fáanlegt um borð í flugvélum Icelandair þessi jólin. Eins munu Finnar, sem hreinlega elska íslenska skyrið, geta keypt sér jólaskyr með piparkökubragði þar í landi fyrir jólin. 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?