Ísey skyr

Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni, á Facebook síðu okkar og í öðrum miðlum hefur nafninu á Skyr.is nú verið breytt í Ísey skyr. Um er að ræða nýtt alþjóðlegt vörumerki og til að hafa samræmi og heildstæða stefnu í markaðs- og vörumerkjavinnu Mjólkursamsölunnar með íslenska skyrið er vörumerkið Ísey skyr einnig tekið upp á Íslandi. 

Nú þegar eru hreint skyr, skyr með bláberjum og skyr með vanillu komnar í nýjar umbúðir en aðrar tegundir munu fylgja á næstu vikum og misserum eftir því sem gengur á lagerinn af eldri umbúðum. Það mun mögulega taka sinn tíma fyrir einhverja neytendur að venjast þessum breytingum en þó nafnið sé nýtt er að sjálfsögðu um sama góða bragðið að ræða.

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?