Hleðsla með súkkulaðibragði

Hafin er sala á nýrri tegund Hleðslu í 250 ml fernu með súkkulaðibragði. Hleðsla er geymsluþolin (6 mán) og má geyma hana utan kælis þó að Hleðsla bragðist auðvitað alltaf best ísköld. 

Hleðsla inniheldur 22 g af 100% hágæða íslensku próteini úr íslenskri mjólk, er án hvíts sykurs, án sætuefna og með agave. Hún er einnig mjög fitulítil (0,5%) og inniheldur aðeins 65 hitaeiningar í 100 g. Hleðsla er ennfremur mjög kalkrík.
Búið er að kljúfa yfir 80% af mjólkursykrinum og hentar varan því vel fólki með mjólkursykursóþol.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?