Grjónagrautur - alveg mátulegur

Heimilis grjónagrauturinn sem MS framleiðir hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir fimm árum síðan. Helstu ástæður vinsælda vörunnar má rekja til þess að grjónagrauturinn er án viðbætts sykurs og er saltlítill, hann er jafnframt einstaklega bragðgóður og lágt verð skemmir ekki fyrir. Grjónagrauturinn er tilbúinn til neyslu beint upp úr dósinni og hann má bæði hita upp eða borða kaldan. Til viðbótar við 500 g dósina, sem ætti að vera mörgum Íslendingum að góðu kunn, er nú kominn á markað grjónagrautur í 215 g dósum. Litla dósin samsvarar einum skammti og nú á neytandinn kost á að bragðbæta grautinn sjálfur með kanilsykri. Kanilsykurinn fylgir með í lokuðum poka í loki dósarinnar og er þetta til þess gert að gefa neytandanum val hvort hvort grauturinn sé bragðbættur eða ekki. Sumir kunna vel að meita hreinan grjónagraut á meðan öðrum finnst kanilsykurinn algjörlega ómissandi. Er það von MS að neytendur taki þessari nýjung vel og njóti þessa klassíska réttar hvar sem er og hvenær sem er.

Einskammta grjónagrautur -
alveg mátulegur

 

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?