Góðostar á markað

Brauðostar hafa verið á borðum landsmanna í tugi ára en sá langvinsælasti er Goudaostur. Hann er kenndur við hollenska bæinn Gouda og samnefnt hérað, þar sem hann var upprunalega framleiddur en er nú framleiddur víða um heim. Gouda hefur verið framleiddur hérlendis frá árinu 1961 en það ár hófst framleiðsla á Goudaosti á Selfossi. Í dag er hann framleiddur norðan heiða úr norðlenskri mjólk.

Mjólkursamsalan kynnir þessa dagana til sögunnar nýjar umbúðir og nafnið Góðostar fyrir þennan heimsfræga ost. Mjólkursamsalan hefur um árabil hvatt þjóðina til að halda vörð um íslenska tungu undir slagorðunum íslenska er okkar mál. Markmiðið hefur verið að verja tungumálið fyrir erlendum áhrifum sem sífellt steðjar að lítilli þjóð í hringiðu alþjóðavæðingar. Hluti af íslenskuátaki fyrirtækisins er að velja íslensk nöfn á vörur þess og nafnið Góðostur er til þess fallið að aðgreina okkar ost frá þeim erlendu. Góðostur er upprunninn í íslenskri sveit og hefur nafnið sterka skírskotun til íslensks uppruna og gæða.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?