Dala kollur ný viðbót við Dalaostafjölskylduna

Kominn er á markað hvítmygluosturinn Dala kollur sem er ferkantaður hvítmygluostur, þéttur og með óreglulegri byggingu.

Osturinn á ættir að rekja til Dala-hvítmygluosta og í útliti minni hann einna helst á Brie en bragðið er annað og svo er hann þéttari og því skeranlegur með ostaskera. Dala kollur er bragðmildur 4-8 vikna og tilvalinn ofan á ristað brauð með ávaxtamauki.

Osturinn er nefndur eftir Kolli hersi úr Laxdælu, sem hafði viðurnefnið Dala-Kollur en Dala-Kollur var föðurafi Hallgerðar langbrókar, konu Gunnars á Hlíðarenda.

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?