D-vítamínbætt nýmjólk - sólarvítamín í hverjum sopa

Í dag kemur á markað D-vítamínbætt nýmjólk með tappa. Þetta er gert skv. ráð­leggingum Embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, en D-vítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum. D-vítamín er hálf­gert vandræðavítamín fyrir þá sem búa á norðurslóðum. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóssins en þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá það úr fæði. Þá er hins vegar úr vöndu að ráða þar sem afar fá matvæli innihalda D-vítamín frá náttúrunnar hendi og er þar í raun aðeins um að ræða lýsi og feitan fisk.

 

D-vítamínneysla ungmenna er sérstaklega lág.

 

Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna ná ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í há­marki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.

Það gerir Mjólkursamsalan nú með D-vítamín­­bættu nýmjólkinni, en þar fá neytendur bæði kalk og D-vítamín sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og viðhald beina.

 

Fyrir í vöruvali fyrirtækisins af D-vítamínbættum vörum eru Léttmjólk, Fjörmjólk, Stoðmjólk, Smjörvi og Létt og laggott.

 

D-vítamínbætt nýmjólk -
sólarvítamín í hverjum sopa

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?