KEA skyr með saltkaramellu í takmörkuðu magni

Nýjasta skyrið á íslenskum markaði er KEA skyr með saltkaramellu og verður það aðeins framleitt í takmörkuðu magni. Skyrið er einstaklega bragðgott með ljúffengum saltkaramellukeim og ættu skyrunnendur svo sannarlega ekki að láta það fram hjá sér fara. Umbúðirnar sækja innblástur í eldgosið í Geldingadölum og því er hér um sérstaka eldgosaútgáfu að ræða þar sem skyrfjall spúandi eldi og saltkaramellu prýðir umbúðirnar. Það verður gaman að fylgjast með viðtökum landsmanna á þessu nýja skyri og við erum nokkuð viss um að það komi einhverjir til með að grípa með sér eina dós í næstu göngu að gosinu á Reykjanesi.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?