Mjólkin hefur verndandi áhrif á tennurnar

Tennur eru, rétt eins og bein, lifandi vefur þar sem á sér stað stöðugt niðurbrot og uppbygging. Kalk og önnur steinefni mjólkurinnar eru því ekki síður mikilvæg til uppbyggingar tanna eins og beina.
Mjólk virðist hafa margs konar verndandi áhrif á tennur. Til dæmis hlutleysir hún sýrur í munninum og dregur úr leysanleika tannglerungs, auk þess sem hún stuðlar að uppbyggingu glerungsins. Þessi áhrif mjólkur virðast fyrst og fremst til komin vegna kalk og fosfórinnihalds hennar, en að auki koma prótein mjólkurinnar, sérstaklega fosfórprótein (e. caseinophosphopeptides – CPP) við sögu. Þessi prótein geta sest á tannglerunginn og átt þannig þátt í uppbyggingu (e. remineralization) frekar en niðurbroti (e. demineralization) tannglerungs. Ennfremur virðast þau geta haft vaxtarhindrandi áhrif á bakteríur í munninum sem eiga þátt í tannskemmdum, t.d. Streptococcus mutans, og stuðla þannig einnig að bættri tannheilsu.


Ítarefni

Herod EL. The use of milk as a saliva substitute. J Public Health Dent 1994;54:184-9.

Reynolds EC. Anticariogenic complexes of amorphous calcium phosphate stabilized by casein phosphopeptides: a review. Spec Care Dentist 1998;18:8-16.

Aimutis WR. Bioactive properties of milk proteins with particular focus on anticariogenesis. J Nutr 2004;134:989S-95S.

Merritt J, Qi F, Shi W. Milk helps build strong teeth and promotes oral health. J Calif Dent Assoc 2006;34:361-6.


Fleri heilsugreinar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?