LH sýrður mjólkurdrykkur -Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýstingi

LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara, gerður úr undanrennu sem sýrð er með venjulegum mjólkursýrugerli, Lactobacillus helveticus. Hann hefur þá eiginleika að geta klofið mjólkurprótein þannig að lífvirk peptíð verða til (IPP- og VPP-þrípeptíð), sem eru litlar próteineiningar. Þessi lífvirku peptíð geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi, með því að draga úr áhrifum ensíms sem veldur samdrætti í æðum.

Rannsóknir hafa sýnt að mataræði sem er ríkt af fitusnauðum mjólkurafurðum, grænmeti og ávöxtum getur haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting. LH er náttúruleg afurð sem allir geta neytt og hentar vel sem hluti af slíku mataræði.  Hæfilegur dagskammtur er ein 100 ml flaska sem inniheldur það magn peptíða sem þarf til að hafa hámarksáhrif til hjálpar við stjórn á blóðþrýstingi.  Stærri skammtur er þó skaðlaus. Sjá nánar um rannsóknir á peptíðunum hér.

Mjólkurvörur með mikið magn peptíðanna IPP og VPP hafa verið á markaði erlendis um nokkurt skeið. Í Japan var mjólkurdrykkurinn Calpis settur á markað um miðjan síðasta áratug, og í Finnlandi hefur mjólkurfyrirtækið Valio verið með drykkinn Evolus á markaði í á fjórða ár. Evolus er seldur í Finnlandi sem markfæðisafurð sem inniheldur peptíð sem hafa jákvæð áhrif á stjórn blóðþrýstings. Hin jákvæðu áhrif koma í ljós eftir daglega neyslu á Evolus í um 5–7 vikur, en fjara út á um tveimur vikum ef neyslu er hætt. Sjá nánari upplýsingar um Evolus-mjólkurdrykkinn á heimasíðu Valio, www.valio.com (valio today/products/functional products/Evolus fermented drink).

LH-mjólkurdrykkurinn er kalkríkur og fitulaus drykkur, bragðbættur með ávöxtum og öðrum náttúrulegum hráefnum og inniheldur lífvirk Evolus®-peptíð. Búið er að kljúfa 80% af mjólkursykrinum og drykkurinn hentar því einnig ágætlega þeim sem hafa mjólkursykursóþol. LH-mjólkurdrykkurinn er seldur í umbúðum sem innihalda fjórar 100 ml flöskur eða hæfilegan fjögurra daga skammt. Hann fæst í þremur mismunandi bragðtegundum:

Jarðarber (sykurskert).
Epli og perur (sykurskert).
Kirsuber (án viðbætts sykurs).

Rannsóknir á lífvirku peptíðunum í LH.

Efni úr auglýsingabæklingi LH.

Fleri heilsugreinar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?