LH sýrður mjólkurdrykkur

LH – sýrður mjólkurdrykkur

Venjuleg fæða með óvenjulega eiginleika

LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Hann getur verið hluti af venjulegu mataræði en hefur um leið jákvæð áhrif, sé hans neytt reglulega.


Stjórn á blóðþrýstingi með hjálp náttúrunnar

LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu sem sýrð er með venjulegum mjólkursýrugerli, Lactobacillus helveticus. Hann hefur þá eiginleika að geta klofið mjólkurprótein í litlar próteineiningar, lífvirk peptíð (IPP- og VPP-þrípeptíð). Þessi peptíð geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Miklar vísindarannsóknir og þróunarvinna liggja að baki LH-drykknum.


Lífvirk peptíð – einstök virkni LH

Engin önnur mjólkurafurð inniheldur þessi peptíð í eins miklu magni og LH. Sami gerill er m.a. notaður til skyr- og ostagerðar, en þar myndast ekki þær kjöraðstæður sem eru forsenda fyrir myndun nægilegs magns þessara peptíða.


Náttúruleg vara

Drykkurinn er venjuleg, náttúruleg matvara og óhætt fyrir alla að neyta hans sem slíkrar. Hæfilegur dagskammtur er 100 ml (ein flaska) sem er það magn sem hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þarf til að hafa hámarksáhrif til hjálpar við stjórnun blóðþrýstings. Stærri skammtur er þó skaðlaus. Rannsóknir hafa sýnt að mataræði sem er ríkt af fitusnauðum mjólkurafurðum, grænmeti og ávöxtum getur haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting. LH er náttúruleg afurð sem allir geta neytt og hentar vel sem hluti af slíku mataræði.


Hversu hratt koma áhrifin á blóðþrýstinginn í ljós?

Rannsóknir hafa sýnt að áhrifin koma í ljós eftir daglega neyslu í u.þ.b. 5–7 vikur en það er nokkuð einstaklingsbundið. Ef neyslu drykkjarins er hætt fjara áhrifin út og blóðþrýstingurinn verður kominn í sitt fyrra horf eftir um það bil 2 vikur.

Meðhöndlun án lyfja ef mögulegt er

Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Vitað er að heilbrigt líferni, hreyfing og rétt mataræði stuðlar að betri stjórn á blóðþrýstingi. Þegar háþrýstingur hefur verið greindur er oftast reynt að skoða þessa þætti og lækka hann án lyfja.


Mjólk hefur góð áhrif

Eins og áður er nefnt þá sýna rannsóknir að mataræði ríkt af fitusnauðum mjólkurafurðum, grænmeti og ávöxtum getur haft jákvæð áhrif á stjórn blóðþrýstings. Meðal annars er samsetning steinefna í mjólk talin hafa jákvæð áhrif. Mjólk inniheldur lítið af steinefnum sem hafa neikvæð áhrif en mikið af þeim sem geta haft jákvæð áhrif.


LH-drykkurinn er fitulaus og inniheldur mjög lítið natríum eins og mjólkurvörur almennt, en natríum er sá þáttur matarsalts sem getur haft neikvæð áhrif á blóðþrýsting. Í LH er jafnframt bætt hráefnum sem innihalda kalk, kalíum og magníum sem eru steinefni sem talið er að geti haft jákvæð áhrif. Með þessu eykst magn þessara efna til muna í drykknum, sem var þó talsvert fyrir. Til marks um þetta má nefna að LH-drykkurinn er kalkríkasti mjólkurdrykkur sem völ er á.


LH-drykkurinn

LH er kalkríkur og fitulaus drykkur gerður úr undanrennu sem sýrð er með mjólkursýrugerlinum Lactobacillus helveticus. Hann er bragðbættur með ávöxtum og öðrum náttúrulegum hráefnum og inniheldur lífvirk Evolus®-peptíð. Búið er að kljúfa 80% af mjólkursykrinum og drykkurinn hentar því einnig ágætlega þeim sem hafa mjólkursykursóþol. Nánari innihaldslýsingu er að finna á ytri umbúðum vörunnar og á heimasíðu MS

LH-mjólkurdrykkurinn er seldur í umbúðum sem innihalda fjórar 100 ml flöskur eða hæfilegan skammt til fjögurra daga.

LH fæst með þremur mismunandi
bragðtegundum:

• Jarðarber (sykurskert)
• Epli og perur (sykurskert)
• Kirsuber (án viðbætts sykurs)

 

Hvað er Peptíð?

Peptíð eru keðjur amínósýra og öll prótein eru gerð úr einu eða fleiri peptíðum. Mörg mismunandi peptíð verða til við niðurbrot mjólkurpróteina, annað hvort fyrir tilstilli meltingarensíma eða með því að mjólk er sýrð með mjólkursýrugerlum. Lífvirk peptíð geta haft margvísleg lífeðlisfræðileg áhrif, til dæmis auðveldað upptöku kalks. Rannsóknir hafa sýnt að IPP- og VPP-þrípeptíð geta dregið úr áhrifum ensíms sem veldur samdrætti í æðum.

 

Hvað er bl óðþrýstingur?

Hann er sá þrýstingur sem myndast þegar hjartað slær og dælir blóði út í blóðrásina. Blóðþrýstingur getur verið breytilegur yfir tíma hjá sama einstaklingi og því þarf að gera 2–3 mælingar með nokkurra daga millibili áður en unnt er að greina háþrýsting.

Efri mörk
(slagbilsþrýstingur)
Sá þrýstingur sem mælist þegar hjartað dregst saman og blóði er dælt út í slagæðarnar.

Neðri mörk
(hlébilsþrýstingur)
Sá þrýstingur sem mælist þegar hjartað slakar á og fyllist.

Heimild: Bæklingur Hjartaverndar:
„HEILABLÓÐFALL Háþrýstingur...hvað er til ráða?“

Blóðþrýstingsmæling

Láttu mæla blóð- þrýstinginn ef minnsti grunur vaknar um háþrýsting. Skilyrðislaust skal leita til læknis ef um háþrýsting er að ræða.

 

Salt í hófi

Of mikil neysla matarsalts getur hækkað blóðþrýsting. Samkvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt að fullorðnir einstaklingar neyti innan vi› 8 g af matarsalti á dag. Samkvæmt könnun Manneldisráðs er meðalneyslan töluvert meiri og margir sem fá allt of mikið salt úr fæðunni.

(Heimild: Landskönnun á mataræði 2002, Manneldisráð Íslands).

 

Kalk

Rannsóknir hafa sýnt fram á að of lítil neysla kalkríkrar fæðu eykur hættu á háþrýstingi.

 

Kalíum

Við rann-sóknir hefur komið í ljós að tengsl eru milli of lítillar

kalíumneyslu og háþrýstings.

 

Magníum

Talið er að aukin inntaka

magníums í fæðu geti dregið úr

myndun háþrýstings.

 

 

 

Rannsóknir á lífvirku peptíðunum í LH

 

Stjórnun blóðþrýstings

Í stjórnun blóðþrýstings gegnir renín-angíótensín-aldósterón-kerfið mikilvægu hlutverki. Mikilvægur þáttur í því kerfi er angíótensín II sem veldur samdrætti í sléttum vöðvum æða og hækkar með því blóðþrýstinginn. Angíótensín II verður til úr hinu óvirka angíótensíni I með hjálp ensímsins ACE (e. angiotensin-converting enzyme). Þetta ensím hvatar einnig niðurbrot bradykíníns og kemur þannig í veg fyrir æðavíkkandi áhrif þess og stuðlar með því einnig að hækkuðum blóðþrýstingi.


Lífvirku peptíðin IPP og VPP

Fjölmörg mismunandi peptíð verða til úr mjólkurpróteinum, ýmist vegna meltingarensíma eða gerjunar mjólkur með mjólkursýrubakteríum. Þessi peptíð hafa verið kölluð lífvirk peptíð (e. bioactive peptides) og hafa margs konar virkni í líkamanum. Mjólkursýrubakterían Lactobacillus helveticus brýtur niður mjólkurpróteinið beta-kasein í hin lífvirku þrípeptíð IPP og VPP, sem samanstanda bæði af keðju þriggja amínósýra, ísóleusín-prólín-prólín (IPP) og valín-prólín-prólín (VPP).


Rannsóknir á virkni IPP og VPP

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni peptíðanna IPP og VPP, bæði á tilraunastofu, í dýrum og í mönnum.

Rannsóknir á tilraunastofu (in vitro) hafa sýnt að þrípeptíðin IPP og VPP hafa hindrandi áhrif á ensímið ACE (1), þannig að það getur ekki breytt angíótensíni I í angíótensín II, sem veldur samdrætti í æðum. Einnig hindra þau ACE í að brjóta niður bradykínín, sem hefur æðavíkkandi áhrif. Getur þetta hvort tveggja hindrað hækkun blóðþrýstings.  Önnur lífvirk peptíð úr mjólkurpróteinum hafa einnig áhrif til hindrunar á ACE-virkni, en IPP og VPP hafa mestu hindrunarvirknina af þekktum mjólkurpeptíðum, IC50 (inhibitory concentration 50%) er 5 mM fyrir IPP og 9 mM fyrir VPP (2,3). Rétt er að taka fram að hindrunarvirknin er þó mun minni en fyrir ACE-hindrandi lyf, t.d. er IC50 fyrir lyfið captopril mælt á nanómólar bili (3).

Nokkrar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum á áhrifum peptíðanna IPP og VPP á blóðþrýsting. Í rannsókn (randomized controlled trial, RCT) á japanska mjólkurdrykknum Calpis sem inniheldur IPP og VPP sást lækkaður blóðþrýstingur hjá þátttakendum með mildan háþrýsting (4). Blóðþrýstingur í upphafi var að meðaltali 156/89 mmHg, en lækkaði um 14/7 mmHg. Í fyrstu rannsókninni á mjólkurdrykknum Evolus (sem LH byggir á) þar sem þátttakendur voru með mildan háþrýsting (að meðaltali 148/94 mmHg) var meiri lækkun blóðþrýstings hjá þeim sem fengu Evolus í 8 vikur en þeim sem fengu lyfleysu. Fjórum vikum eftir að Evolus-inntöku var hætt var blóðþrýstingur tilraunahópsins orðinn svipaður og fyrir rannsóknina (5). Fleiri rannsóknir á Evolus hafa einnig sýnt jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn, í annarri rannsókn Seppo og félaga. (RCT) á einstaklingum með mildan háþrýsting sást að eftir 21 viku var slagþrýstingur marktækt lægri hjá tilraunahópi (-7 ± 3 mmHg) en hjá viðmiðunarhópi (P=0,030) og þanþrýstingur var einnig lægri hjá tilraunahópi (-4 ± 2 mmHg) (P=0,059) (6). Einnig sást lækkaður slagþrýstingur hjá einstaklingum sem fengu Evolus í 8–10 vikur í rannsókn Tuomilehto og félaga (7). Í rannsókn (RCT) á 30 einstaklingum með háþrýsting, kom í ljós að slagþrýstingur var marktækt lægri hjá tilraunahópi en viðmiðunarhópi strax eftir 2 vikur (-10.3mmHg; P<0.001) og þessi marktæki munur hélst og jafnvel jókst þær 8 vikur (-13.7mmHg; P<0.001) sem tilraunin stóð. Þanþrýstingur var einnig lægri eftir 8 vikur (-7.4mmHg; P<0.01) (8).   

Fjöldi dýratilrauna hefur einnig sýnt fram á jákvæð áhrif þessara þrípeptíða á blóðþrýsting í dýrum, aðallega svokölluðum SHR-rottum (e. spontaneously hypertensive rats) (2,9–12). Í SHR-rottum hafa bæði sést jákvæð áhrif strax eftir aðeins eina gjöf af súrmjólk með peptíðunum (9), og einnig eftir reglulega neyslu í 12–14 vikur (11,12). Einnig hefur verið sýnt fram á að þrípeptíðin frásogast beint í meltingarfærum án þess að brotna frekar niður (10). Að auki hafa fjölmargar rannsóknir, t.d. á SHR-rottum, sýnt almennt jákvæð áhrif neyslu mjólkurafurða sem sýrðar eru með Lactobacillus helveticus-gerlinum og öðrum mjólkursýrugerlum (13–19). 

Frekari upplýsingar um þrípeptíðin IPP og VPP og Evolus er að finna á heimasíðu Valio Ltd., www.valio.com.


Rannsóknir á tengslum mjólkurafurða og steinefnum við blóðþrýsting

Rannsóknir hafa einnig tengt neyslu mjólkurafurða almennt við blóðþrýsting. Í nýlegri stórri rannsókn (RCT), svonefndri DASH (Dietary Approaches to Stop Hypertension) rannsókn kom í ljós að mataræði sem innihélt grænmeti, ávexti og magrar mjólkurafurðir gæti lækkað blóðþrýsting umtalsvert hjá fólki með vægan háþrýsting (20–22). Var munurinn marktækt hærri en hjá viðmiðunarhópi og einnig hærri en hjá þeim sem aðeins fengu grænmeti og ávexti. Steinefnin, sem er að finna í ríkum mæli í mjólkurafurðum, kalk, kalíum og magnesíum eru talin eiga þarna hlut að máli, en þessi steinefni hafa í fjölmörgum rannsóknum verið tengd við lækkun blóðþrýstings (23–27).


Heimildir

 1. Nakamura Y, Yamamoto N, Sakai K, Okubo A, Yamazaki S, Takano T. Purification and characterization of angiotensin I-converting enzyme inhibitors from sour milk. J Dairy Sci 1995;78:777-83.
 2. Yamamoto N et al. Antihypertensive effect of the peptides derived from casein by an extracellular proteinase from Lactobacillus helveticus CP790. J Dairy Sci 1994;77:917-22.
 3. Sipola M. Effects of milk products and milk protein-derived peptides on blood pressure and arterial function in rats. Institute of Biomedicine Pharmacology, University of Helsinki. Academic dissertation. Helsinki 2002. 
 4. Hata Y, Yamamoto M, Ohni M, Nakajima K, Nakamura Y, Takano T. A placebo-controlled study of the effect of sour milk on blood pressure in hypertensive subjects. Am J Clin Nutr 1996;64:767-71.
 5. Seppo L, Kerojoki O, Suomolainen T, Korpela R. The effect of a Lactobacillus helveticus LBK-16 H fermented milk on hypertension: a pilot study on humans. Milchwissenschaft 2002;57:124-7.
 6. Seppo L, Jauhiainen T, Poussa T, Korpela R. A fermented milk, high in bioactive peptides, has a blood pressure lowering effect in hypertensive subjects. Am J Clin Nutr 2003;77:326-30.
 7. Tuomilehto J, Lindström J, Hyyrynen J, Korpela R, Karhunen M-L, Mikkola L, Seppo L, Nissinen A. Effect of sour milk fermented by Lactobacillus helveticus bacteria on blood pressure in subjects with mild hypertension. J Hum Hypertens (submitted).
 8. Kajimoto O, Nakamura Y, Yada H, Moriguchi S, Hirata H, Takahashi T. Hypotensive effects of sour milk in subjects with mild or moderate hypertension. J Jpn Soc Nutr Food Sci 2001;54:347-54.
 9. Nakamura Y, Yamamoto N, Sakai K, Takano T. Antihypertensive effect of sour milk and peptides isolated from it that are inhibitors to angiotensin I-converting enzyme. J Dairy Sci 1995;78:1253-7.
 10. Masuda O, Nakamura Y, Takano T. Antihypertensive peptides are present in the aorta after oral administration of sour milk containing these peptides to spontaneously hypertensive rats. J Nutr 1996;126:3063-8.
 11. Sipola M, Finckenberg P, Santisteban J, Korpela R, Vapaatalo H, Nurminen M-L. Long-term intake of milk peptides attenuates development of hypertension in spontaneously hypertensive rats. J Phys Pharmacol 2001;52:745-54.
 12. Sipola M, Finckenberg P, Korpela R, Vapaatalo H, Nurminen M-L. Effect of long-term intake of milk products on blood pressure in hypertensive rats. J Dairy Res 2002;69:103-11.
 13. Maeno M, Yamamoto N, Takano T. Identification of an antihypertensive peptide from casein hydrolysate produced by a proteinase from Lactobacillus helveticus CP790. J Dairy Sci 1996;79:1316-21.
 14. Yamamoto N, Maeno M, Takano T. Purification and characterization of an antihypertensive peptide from a yogurt-like product fermented by Lactobacillus helveticus CPN4. J Dairy Sci 1999;82:1388-93.
 15. Pihlanto-Leppala A, Koskinen P, Piilola K, Tupasela T, Korhonen H. Angiotensin I-converting enzyme inhibitory properties of whey protein digests: concentration and characterization of active peptides. J Dairy Res 2000;67:53-64.
 16. Fuglsang A, Nilsson D, Nyborg NC. Cardiovascular effects of fermented milk containing angiotensin-converting enzyme inhibitors evaluated in permanently catheterized, spontaneously hypertensive rats. Appl Environ Microbiol 2002;68:3566-9.
 17. Minervini F, Algaron F, Rizzello CG, Fox PF, Monnet V, Gobbetti M. Angiotensin I-converting-enzyme-inhibitory and antibacterial peptides from Lactobacillus helveticus PR4 proteinase-hydrolyzed caseins of milk from six species. Appl Environ Microbiol 2003;69:5297-305.
 18. Vermeirssen V, Van Camp J, Decroos K, Van Wijmelbeke, Verstraete W. The impact of fermentation and in vitro digestion on the formation of angiotensin-I-converting enzyme inhibitory activity from pea and whey protein. J Dairy Sci 2003;86:429-38.
 19. Fuglsang A, Rattray FP, Nilsson D, Nyborg NC. Lactic acid bacteria: inhibition of angiotensin converting enzyme in vitro and in vivo. Antonie Van Leeuwenhoek 2003;83:27-34.
 20. Appel LJ, Moore TJ, Obarzanek E, Vollmer WM, Svetkey LP, Sacks FM, Bray GA, Vogt TM, Cutler JA, Windhauser MM, Lin P-H, Karanja N. A clinical trial of the effects of dietary patterns on blood pressure. New Engl J Med 1997; 336:1117-24.
 21. Svetkey LP, Simons-Morton D, Vollmer WM, Appel LJ, Conlin PR, Ryan DH, Ard J, Kennedy BM. Effects of dietary patterns on blood pressure: subgroup analysis of the Dietary Approaches to Stop Hypertension (DASH) randomized clinical trial. Arch Intern Med 1999;159:285-93.
 22. Sacks FM, Svetkey LP, Vollmer WM, Appel LJ, Bray GA, Harsha D, Obarzanek E, Conlin PR, Miller ER 3rd, Simons-Morton DG, Karanja N, Lin PH. Effect on blood pressure of reduced dietary sodium and the Dietary Approaches to Stop Hypertension (DASH) diet. N Engl J Med. 2001; 344:3-10.
 23. Allender PS, Cutler JA, Follmann D, Cappuccio P, Pryer J. Dietary calcium and blood pressure: a meta-analysis of randomized clinical trials. Ann Intern Med 1996;124:825-31.
 24. Bucher HS, Cook RJ, Guyatt GH, Lang JD, Cook DJ, Hatala R. Effects of dietary calcium supplementation on blood pressure. JAMA 1996;275:1016-22.
 25. Whelton PK, He J, Cutler JA, Brancati FL, Appel LJ, Follmann D, Klag MJ. Effects of oral potassium on blood pressure. JAMA 1997;277:1624-32.
 26. Griffith LE, Guyatt GH, Cook RJ, Bucher HC, Cook DJ. The influence of dietary and nondietary calcium supplementation on blood pressure. An updated metaanalysis of randomized controlled trials. Am J Hypertens 1999;12:84-92.

Massey LK. Dairy food consumption, blood pressure and stroke. J Nutr 2001;1875-8.

Fleri heilsugreinar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?