ab-mjólkurvörurnar - fyrir þinn innri mann

AB mjólkurvörurab-vörurnar eru þróaðar með það fyrir augum að gegna lykilhlutverki í mataræði nútímafólks. Þær eru svokölluð markfæða sem býr yfir sérhæfðum eiginleikum sem er sérstaklega ætlað að hafa jákvæð áhrif á heilbrigði.
Þær eru næringarríkar og í einu grammi af ab-mjólk eru að minnsta kosti 500 milljón a-gerlar og 500 milljón b-gerlar.

Mikilvægi a- og b-gerla
Með ört vaxandi áhuga fólks og líkams- og heilsurækt hefur þekking þess á næringarfræði að sama skapi aukist. Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi hollrar og næringarríkrar fæðu í uppbyggingu líkamns. Hverskonar hreyfing er nauðsynleg en dugar að sjálfsögðu skammt ein sér. Meðal æskilegra fæðutegunda hvers dags eru ab vörur. Auk þess sem þær stuðla að hámarksnýtingu kalks í líkamanum treysta a - og b – gerlarnir mótstöðuafl líkamans gegn ýmsum tilfallandi sýkingum og sjúkdómum.

Líkamar okkar verður stöðugt fyrir áreiti frá óæskilegum þáttum í nánasta umhverfi okkar. Óæskilegar bakteríur og sveppir geta sest að í meltingarveginum og valdið óþægindum og veikt mótstöðuafl líkamans. a- og b-gerlarnir treysta mótstöðuafl okkar gegn slíkum bakteríum. Þeir bæta meltinguna og styrkja um leið innri varnir líkamans.

Þegar eðlilegt jafnvægi í meltingarveginum raskast, til dæmis vegna inntöku sýklalyfja, minnkar forði líkamans af a- og b-gerlum. Neysla ab-mjólkurvara fjölgar aftur þessum mikilvægu gerlum og hjálpar til við að byggja varnarkerfið upp á nýtt.

a- og b-gerlar gegna margþættu uppbyggjandi hlutverki í líkamanum stuðla að betri meltingu draga úr óæskilegum afleiðingum af inntöku sýklalyfja vinna gegn óheppilegum bakteríum og sveppum í meltingarveginum


a-gerillinn (lactobacillus acidophilus) er mjólkursýrugerill sem viðheldur heilbrigðri meltingarflóru.

b-gerillinn (bifidobacterium bifidum) er náttúrulegur gerill í manninum frá fæðingu. Hann er líkamanum nauðsynlegur við varnir og uppbyggingu örverustarfsemi í meltingarfærunum.

Fleri heilsugreinar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?