Hollusta mjólkur


Næringarefnin í mjólk 

 

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum
öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa
til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og ná
daglegum áskorunum þínum - allt þitt líf.

Mjólk inniheldur mörg næringarefni sem eru nauðsynleg líkamanum
svo hann virki eðlilega og geti byggt nýjar frumur. Hugsaðu um þetta
eins og milljón af pínulitlum byggingarkubbum. Sumir kubbarnir
skemmast og verða úr sér gengnir með tímanum og því þarf stöðugt að
endurnýja þá til að þér líði vel og þú fáir sem mest út úr lífinu.
Uppbygging frumna á sér stað á hverjum degi - allan daginn og allan
ársins hring, og þörfin á réttri næringu er nánast sú sama allt lífið.

Næringarefni mjólkur má finna í mörgum mjólkurafurðum. Hefðbundin
bragðbætt jógúrt inniheldur t.d. 85-90% mjólk og er því öflugur vítamín-
og steinefnagjafi. Ostur inniheldur mikið af próteinum, kalsíum og
B12 vítamíni og þá má jafnframt finna laktósafríar vörur sem henta þeim
vel sem glíma við mjólkuróþol.

Sum vítamínanna og steinefnanna sem finna má í mjólkurvörum er erfitt að
fá úr öðrum matvælum. Svo hvernig væri að fá sér eitt mjólkurglas eða
borða eina ostsneið?

Mundu að góð heilsa er samblanda af hollri næringu og reglulegri hreyfingu.

(Heimild: Arla.dk, staðfært fyrir MS)

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?