LGG+

Hvað er svona merkilegt við LGG+

LGG+ inniheldur LGG-mjólkursýrugerla, a- og b-gerla og ólígófrúktósa í fitulausri mjólk.

Í einni flösku af LGG+ er yfir 1 milljarður af LGG-gerlum. LGG-gerlar hjálpa til við að brjóta niður laktósa í vörunni.

LGG+ inniheldur einnig C- og D-vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Hæfilegur dagskammtur er ein flaska á dag.

LGG+ hentar öllum

LGG+ hentar fólki á öllum aldri, börnum jafnt sem fullorðnum. Það er ekki lyf heldur matvara og óhætt er að neyta þess í því magni sem hver og einn kýs.

LGG+ flokkast sem markfæði sem er skilgreint sem matvæli sem hefur heilsusamlega virkni umfram hefðbundin matvæli. LGG+ er sjálfsagður hluti af heilsusamlegu mataræði.

LGG+ og ónæmiskerfið

Ferðalög, umgangspestir og alvarleg veikindi, óhollt mataræði, óreglulegur svefn, inntaka sýklalyfja, streita - þetta eru nokkrir þeirra þátta sem geta veikt mótstöðuafl nútímafólks.

Dagleg neysla LGG+ tryggir fulla virkni. Í LGG+ eru, auk LGG-gerla og a- og b-gerla, C- og D-vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Rannsóknir á LGG-gerlinum

LGG-gerillinn
LGG-gerillinn (Lactobacillus rhamnosus GG) var einangraður snemma á 9. áratug síðustu aldar af tveimur bandarískum háskólaprófessorum, Sherwood Gorbach og Barry Goldin. Finnski mjólkurframleiðandinn Valio fékk einkaleyfi á notkun gerilsins í matvælaiðnaði og fyrstu vörurnar sem innihéldu gerilinn komu á markað í Finnlandi árið 1990, undir vörumerkinu Gefilus. Árið 1998 gerði Mjólkursamsalan samning við Valio um að nota gerilinn, og markaðssetti sama ár LGG+ í litlum 65 ml flöskum. MS var eitt af allra fyrstu fyrirtækjum í heiminum til að kynna til sögunnar smáskammtaflöskurnar fyrir markfæði eins og LGG+, en nú hefur þessi gerð umbúða rutt sér ti rúms víðar og má segja að smáskammtaumbúðir séu nú í flestum löndum Evrópu notaðar fyrir markfæðisvörur á borð við LGG og fleiri vörur eins og t.d. Benecol.

Fjöldi rannsókna á virkni LGG-gerilsins
Síðan LGG-gerillinn fannst hafa fjölmargar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni hans. Þessar vísindarannsóknir má m.a. finna á vef MEDLINE, pubmed.com, sem er gagnagrunnur yfir greinar í ritrýndum tímaritum í lífvísindum á vegum National Library of Medicine og National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Í þessum gagnagrunni má finna yfir 300 greinar um "Lactobacillus GG” frá árinu 1987, þegar fyrsta greinin um þennan tiltekna geril var birt. Í LGG+ vörunum eru einnig aðrir mjólkursýrugerlar, Lactobacillus acidophilus og Bifidobacterium bifidum, sem er reyndar einnig að finna í ab-vörum. Í MEDLINE gagnagrunninum er einnig hægt að finna fjölda greina um þessa gerla.

Hér að neðan má sjá upptalningu á nokkrum þessara greina.

1. Petschow BW, Figueroa R, Harris CL, Beck LB, Ziegler E, Goldin B. Effects of feeding an infant formula containing Lactobacillus GG on the colonization of the intestine: a dose-response study in healthy infants. J Clin Gastroenterol 2005;39:786-90.

2. Ouwehand AC, Salminen S, Roberts PJ, Ovaska J, Salminen E. Disease-dependent adhesion of lactic acid bacteria to the human intestinal mucosa. Clin Diagn Lab Immunol 2003;10:643-6.

3. Sazawal S, Hiremath G, Dhingra U, Malik P, Deb S, Black RE. Efficacy of probiotics in prevention of acute diarrhoea: a meta-analysis of masked, randomised, placebo-controlled trials. Lancet Infect Dis 2006;6:374-82.

4. Johnston BC, Supina AL, Vohra S. Probiotics for pediatric antibiotic-associated diarrhea: a meta-analysis of randomized placebo-controlled trials. CMAJ 2006;175:377-83.

5. Szajewska H, Ruszczynski M, Radzikowski A. Probiotics in the prevention of antibiotic-associated diarrhea in children: a meta-analysis of randomized controlled trials. J Pediatr. 2006;149:367-372.

6. Oksanen PJ, Salminen S, Saxelin M, Hamalainen P, Ihantola-Vormisto A, Muurasniemi-Isoviita L, Nikkari S, Oksanen T, Porsti I, Salminen E, et al. Prevention of travellers' diarrhoea by Lactobacillus GG. Ann Med 1990;22:53-6.

7. de Vrese M, Stegelmann A, Richter B, Fenselau S, Laue C, Schrezenmeir J. Probiotics--compensation for lactase insufficiency. Am J Clin Nutr 2001;73:421S-429S.

8. Kalliomaki M, Salminen S, Arvilommi H, Kero P, Koskinen P, Isolauri E. Probiotics in primary prevention of atopic disease: a randomized placebo-controlled trial. Lancet 2001;357:1076-9.

9. Kalliomaki M, Salminen S, Poussa T, Arvilommi H, Isolauri E. Probiotics and prevention of atopic disease: 4-year follow-up of a randomized placebo-controlled trial. Lancet 2003;361:1869-71.

10. Isolauri E, Arvola T, Sutas Y, Moilanen E, Salminen S. Probiotics in the management of atopic eczema. Clin Exp Allergy 2000;30:1604-10.

11. Majamaa H, Isolauri E. Probiotics: a novel approach in the management of food allergy. J Allergy Clin Immunol 1997;99:179-85.

12. Hatakka K, Savilahti E, Ponka A, Meurman JH, Poussa T, Nase L, Saxelin M, Korpela R. Effect of long term consumption of probiotic milk on infections in children attending day care centres: double blind, randomised trial. BMJ 2001;322:1327.

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?