Léttmál

Léttmál – bragðgott millimál

Léttmál er ný og endurbætt vörulína þar sem silkimjúk og próteinrík grísk jógúrt er í aðalhlutverki. Fyrstu tvær vörurnar eru komnar á markað og standa vonir til að bæta við fleiri vörum á næstu misserum. Léttmálin eru próteinrík, handhæg og einstaklega bragðgóð og henta þau sérstaklega vel sem milimál enda auðvelt að grípa með sér hvar og hvenær sem er.

Grísk jógúrt með möndlum, döðlum og fræjum í toppi

Grísk jógúrt með möndlum, döðlum og fræjum í toppi

Hrein grísk jógúrt með hollum og stökkum toppi. Frábær valkostur fyrir þá sem kjósa smá bit með grísku jógúrtinni sinni. Grísk jógúrt er próteinrík og góð uppspretta kalks. Möndlur eru trefjaríkar og innihalda mikið af einómettuðum fitusýrum. Döðlur eru ríkar af trefjum og mörgum steinefnum. Sólblómafræ eru auðug af fjölómettuðum fitusýrum og próteinrík og þá eru graskersfræ rík af sinki, járni og próteini.

 

Grísk jógúrt með möndlum, döðlum og fræjum í toppi

Innihaldslýsing og næringargildi

 

Grísk jógúrt með jarðarberjum í botni

Grísk jógúrt með jarðarberjum í botni

Hrein grísk jógúrt með jarðarberjum í botni sem dásamlegt er að hræra saman við mjúka jógúrtina. Grísk jógúrt er próteinrík og góð uppspretta kalks og jarðarberin gefa jógúrtinni einstakt bragð og innihalda einungis 4 g viðbættan sykur í hverjum 100 g. Þú getur stjórnað bragðstyrknum með því að blanda ýmist hluta eða öllum jarðarberjunum saman við grísku jógúrtina – þitt er valið.

 

Grísk jógúrt með jarðarberjum í botni

Innihaldslýsing og næringargildi

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?