Laktósalausar vörur

Þeir einstaklingar sem ekki geta melt mjólkursykur teljast vera með mjólkursykursóþol. Mjólkursykur eða laktósa er að finna í flestum mjólkurvörum, en hann er tvísykra sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og galaktósa.
Upplýsingar um mjólkursykuróþol er að finna hér

Allir fastir ostar sem MS framleiðir eru laktósalausir frá náttúrunnar hendi og er þá átt við osta í bitum og sneiðum og mygluosta. Rjómaostar, smurostar og Mysingur innihalda hins vegar mjólkursykur og falla því ekki undir þann flokk. Erlendir ostar sem MS flytur innihalda margir hverjir laktósa og mælum við alltaf með að fólk lesi innihaldslýsingar vel til að vera viss.
Yfirlit yfir laktósalausar ferskvörur má sjá hér fyrir neðan og henta flestum þeim sem hafa mjólkursykuróþol. 

Laktósalausar ferskvörur

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?