Hleðsla

Hleðsla er prótein- og íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu og hentar m.a. vel fljótlega eftir æfingar eða keppni, eða á milli mála. Próteinin í Hleðslu eru eingöngu hágæða mysuprótein sem unnin eru úr íslenskri mjólk. Prótein eru talin henta sérstaklega vel til vöðvaupp-byggingar, auk annarra mikilvægra eiginleika.

Fyrir hverja er Hleðsla:
Hleðsla hentar öllum sem eru í íþróttum eða stunda aðra hreyfingu. Einnig er möguleiki að drykkurinn henti eldri borgurum, þar sem mysuprótein eru talin geta mögulega aukið vöðvastyrk, t.d. hjá þeim sem þjást af vöðvarýrnun (e. sarcopenia), en vöðvarýrnun er algeng hjá eldri borgurum.
Almennt er mælt með að próteinneysla sé í kringum 1 g/kg líkamsþyngdar, og ekki mikið meira en 1,5 g/kg líkamsþyngdar, hjá þeim sem eru mjög virkir í íþróttum og hreyfingu. Þar sem prótein fást víða í fæðu, t.d. í kjöti og fiski, er ekki ástæða til að mæla með meira en sem nemur 1 drykk fyrir fullorðna á dag (tveir drykkir max), og 1 drykk max fyrir börn og unglinga frá ca. 12 ára aldri. Hleðsla er ekki hættuleg yngri börnum en regluleg neysla er óþörf, þar sem þau fá almennt nægt prótein úr venjulegri fæðu og mikil langvarandi próteinneysla getur valdið álagi á nýrun og nýru barna eru minni og óþroskaðri en hjá fullorðnum.

Nánari upplýsingar um Hleðslu íþróttadrykk má finna hér: www.hledsla.is 

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?