Heilsuvörur

Vörur án viðbætts sykurs
Mjólkursamsalan bíður neytendum sínum mikla fjölbreytni í bragðbættum sýrðum vörum án viðbætts sykurs. Þessar vörur eru mun orkuminni en sambærilegar vörur með viðbættum sykri.
MS býður upp á mikið úrval af hreinum mjólkurafurðum, sem eru allar án viðbætts sykurs.

Skoðið úrvalið af mjólkurvörum án viðbætts sykurs

Mjólkursykurskertar vörur
Vörur í þessum flokki henta flestum þeim sem hafa mjólkursykuróþol.
Þeir einstaklingar sem ekki geta melt mjólkursykur teljast vera með mjólkursykursóþol. Mjólkursykur eða laktósa er að finna í flestum mjólkurvörum, en hann er tvísykra sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og galaktósa.

Skoðið úrvalið af mjólkurvörum sem eru með skertum mjólkursykri.

Upplýsingar um mjólkursykuróþol.

Markfæði
Markfæði (functional food) er fæða sem hefur verið gædd ákveðnum eiginleikum sem eru sérstaklega ætlaðir til þess að hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks. Markfæða er því fæða með styrkjandi markmið án þess þó að fæðunni sé breytt.

Nokkrar tegundir íslenskra mjólkurafurða teljast til markfæðis og býr hver um sig yfir einstökum, sérhæfðum eiginleikum sem nýtast hverjum og einum. Markmið þessara vara er að hafa margvísleg styrkjandi áhrif og draga úr áhrifum neikvæðra umhverfisþátta og áreita sem geta skaðað heilsuna. Það eru einkum þrjár gagnlegar tegundir mjólkursýrugerla sem gefa markfæðu MS sérstöðu: a-gerlar (lactobacillus acidophilus), b-gerlar (bifidobacterium bifidum) og LGG-gerlar (Lactobacillus Gorbach & Goldin). Þetta eru heilnæmir, náttúrulegir gerlar sem eru mikilvægur liðsauki fyrir meltingarflóruna.

Fjörmjólk telst einnig til markfæðis vegna aukins innihalds náttúrulegra bætiefna mjólkurinnar t.d. kalks og vítamína sem er ætlað að hafa jákvæð áhrif á heilbrigði svo sem til styrkingar beina og sem vörn gegn beinþynningu.

 

Sykurminni mjólkurvörur
Vörur sem eru sykurskertar þar sem magn viðbætts sykurs hefur verið skert a.m.k. um 25% miðað við sambærilega vöru, án þess að sætuefni séu sett í staðinn.

Skoðið úrvalið af sykurminni mjólkurvörum

Hvað er viðbættur sykur?
Vðbættur sykur er sá sykur sem bætt er í vöruna í framleiðslu. Ekki verið að tala um náttúrulegan sykur í matvælum. Náttúrulegur sykur er til staðar í sumum matvælum eins og  mjólkursykur í mjólkurvörum og ávaxtasykur og venjulegur sykur í ávöxtum og hreinum söfum.
Það er ekki bara hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs, heldur er einnig notast við hunang, hrásykur, púðursykur, ávaxtasykur (frúktósa) og hunang, svo eitthvað sé nefnt.

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?