Fróðleikur um heilsuna

 

Hvað er beinþynning?
Beinþynning er sjúkdómur sem lýsir sér þannig að þéttleiki og gæði beinvefjar minnkar og leiðir til þess að beinagrindin veikist og hætta á beinbrotum eykst, sérstaklega í hrygg, mjaðmagrind og úlnlið. Sjúkdómurinn og beinbrotin sem fylgja honum eru ein helsta orsök heilsuleysis og dauðsfalla milljóna manna um allan heim.
Meira

Tannheilsa
Tennurnar okkar gegna því mikilvæga hlutverki að tyggja fæðuna og undirbúa hana fyrir meltinguna. Barnatennur gegna líka því hlutverki að mynda pláss fyrir komandi fullorðinstennur.
Meira

Mjólkursykursóþol
Þeir einstaklingar sem ekki geta melt mjólkursykur teljast vera með mjólkursykursóþol. Mjólkursykur eða laktósa er að finna í flestum mjólkurvörum, en hann er tvísykra sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og galaktósa. Auk kúamjólkur er mjólkursykur einnig að finna í móðurmjólk og mjólk annarra spendýra.
Meira

Sykursýki
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur og er orsök hans óþekkt. Sykursýki greinist í tvær tegundir. Tegund 1 sem stafar af eyðileggingu frumna í brisi sem framleiða insúlín og tegund 2 sem aðallega leggst á eldra fólk og er oft kölluð fullorðinssykursýki.
Meira

Kólesteról og Benecol
Kólesteról er ein tegund blóðfitu og gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. En ef kólesterólmagn í blóði eykst umfram þörf getur það valdið æðakölkun og kransæðasjúkdómum.

Mjólkurofnæmi
Mjólkurofnæmi er ein algengasta tegund ofnæmis hjá börnum. Það kemur yfirleitt fram á fyrsta ári, er líklegra hjá börnum sem fengið hafa kúamjólk fyrir þriggja mánaða aldur og eldist af flestum börnum fyrir þriggja ára aldur. 
Meira

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?