Vöruvigtun MS í samræmi við reglur

Frétt frá Mjólkursamsölunni ehf
1.     mars 2012
 
Öll vöruvigtun MS í samræmi við reglur
 
Allar framleiðsluvörur Mjólkursamsölunnar sæta lögbundnu daglegu vigtaeftirliti og öll vörupökkun félagsins er framkvæmd í samræmi við opinberar reglur með löggiltum vogum. 
Í reglubundinni daglegri vigtarúttekt sem félagið gerði í morgun voru allar vegnar vörur innan þeirra marka um leyfileg frávik sem reglur kveða á um. Reglugerðin sem um ræðir er númer 503 frá árinu 2005 um merkingu matvæla.
Reglugerðin kveður á um að frávik í hverju tilviki megi ekki vera meira en 2% í vörum sem eru meira en 500gr og 5% í vörum sem eru léttari en 500 gr. Í mælingum MS í dag voru allar vörurnar innan þeirra marka sem sett eru í reglugerðinni og það er í samræmi við vinnureglur félagsins.  
Mjólkursamsalan mun setja sig í samband við Neytendastofu til að láta sannreyna það sem kom fram við mælingar fyrirtækisins í morgun.
 
Mjólkursamsalan ehf  
Nánari upplýsingar veitir Einar Sigurðsson forstjóri, s. 858 2202- 569 2202

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?