Vinningshafar í leiknum 'Með hverju finnst þér mjólkin best?'

Í tilefni þess að mjólkurfernur MS voru settar í nýjan búning í maí 2018 efndum við til skemmtilegs leiks á síðunni okkar ms.is/mjolk undir yfirskriftinni ‚Með hverju finnst þér mjólkin best‘. Yfir 11.000 manns tóku þátt í leiknum og deildu myndum á Facebook síðum sínum þar sem kom fram með hverju viðkomandi þykir mjólkin best. Að mati þátttakenda er mjólkin best með skúffuköku, kornflögum og kexi, en þar á eftir kom glas af ískaldri mjólk.

Dregið var í leiknum í byrjun júlí 2018 og var einn heppinn vinningshafi sem hlaut að launum iPhone X. Auk þess fá 100 þátttakendur fjögur Mjólkurbikarglös að launum fyrir þátttökuna. Hér fyrir neðan má sjá nöfn vinningshafa en allir vinningshafar hafa fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um hvernig nálgast megi vinninginn. Vert er að taka fram að vinninga verður að sækja fyrir 1. september nk. og að þeim tíma loknum verður öllum upplýsingum um nöfn og netföng vinningshafa eytt.

 

Vinningshafar í leiknum ‚Með hverju finnst þér mjólkin best‘

iPhone X og fjögur mjólkurbikarglös

Nafn vinningshafa hefur verið fjarlægt

Fjögur mjólkurbikarglös

Nöfn vinningshafa hafa verið fjarlægð.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?