Vikumatseðlar og vinsælar uppskriftir á gottimatinn.is

Ertu alltaf að elda sömu réttina og langar að prófa eitthvað nýtt? Vantar þig hugmyndir og innblástur að góðum mat sem hentar stórum sem smáum? Ertu ástríðukokkur og leggur mikið á þig til að finna nýjar og spennandi uppskriftir? Heimsókn á uppskriftasíðu MS, gottimatinn.is er í öllum tilvikum góður staður til að byrja á, en þar er að finna stærsta uppskriftasafn landsins og í hverri viku bætast nýjar við. Á síðunni er að finna yfir 1.000 uppskriftir af ýmsum toga og má þar nefna kjúklingarétti og pizzur, brauð- og kökuuppskriftir, osta- og eftirréttahugmyndir og uppskriftir fyrir hin ýmsu tilefni á borð við saumaklúbba og afmæli. 

Hugmyndir fyrir vikumatseðilinn
Það hentar mörgum að útbúa vikumatseðil og versla inn samkvæmt honum, en slíkt getur sparað fólki búðarferðir og pening í leiðinni en á sama tíma hjálpað okkur að festast ekki í því sama viku eftir viku. Á forsíðu gottimatinn.is er að finna hugmynd að vikumatseðli sem hægt er að styðjast við og sækja innblástur í en þar er leitast við að hafa einfaldar, fjölbreyttar og umfram allt góðar uppskriftir í aðalhlutverki. Til hátíðabrigða læðast svo inn uppskriftir að ljúffengum eftirréttum og sætum kökum, en auðvitað snýst mataræði og matseld um að finna hinn gullna meðalveg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á stærstu og skemmtilegustu uppskriftasíðu landsins – gottimatinn.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?