Vertu snjall undir stýri

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ákveðið að hrinda af stað stóru og viðamiklu átaksverkefni með
það að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar og snúa þannig við þeirri
óheillaþróun sem átt hefur sér stað vegna notkun snjalltækja í umferðinni.
 
Verkefnið heitir Vertu snjall undir stýri og er meginmarkmið eins og áður sagði að breyta viðhorfi
fólks um notkun snjalltækja í umferðinni. Áberandi er orðið hversu mörgum þykir sjálfsagt að lesa og
skrifa smáskilaboð, tölvupósta og jafnvel horfa á myndefni í snjalltæki sínu við akstur. Þetta hefur
aukið slysahættu verulega í umferðinni og því mikilvægt að bregðast við.
 
Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að nær 25% af öllum
umferðarslysum má rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri. Þetta er því orðin ein mesta ógnin
í umferðinni og mikilvægt að allir taki höndum saman.
 
 
MS tekur þátt í verkefninu og mun merkja bíla sína með átakinu. Einnig verða bílstjórar fræddir um hættur þess að nota síma við akstur. 
 
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?