Verðlaunað í Noregi

Íslenska skyrið frá Q – mjólkurbúinu í Noregi kosið nýjung ársins 2009 !
Stærsta verslunarkeðjan í Noregi „Norgesgruppen“ hefur kosið skyrið frá Q-mjólkurbúinu nýjung ársins 2009. Samstarfsaðili okkar í Noregi Q-mjólkurbúið tók við viðurkenningunni en á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri talið; Bent Myrdahl framkvæmdastjóri Q – mjólkurbúsins, ásamt markaðsstjóra þess og framkvæmdastjóri verslunarskeðjunnar. Undanfarið ár hefur Q mjólkurbúið þegar fengið margs konar viðurkenningar á norska markaðnum fyrir skyrið.Q mjólkurbúið hefur heldur betur náð árangri með skyrið á norska markaðnum og í gær settu þeir á markað þrjár nýjar bragðtegundir. 


Q-meieriene sem eru í eigu Kavli í Noregi hófu fram¬leiðslu og sölu á skyri í Noregi í sam¬starfi við Mjólkur¬samsölunu í ágúst 2009. Skyrið er selt í fjórum helstu stór¬markaðs¬¬keðjum Noregs. Fram¬leiðslu¬tæknin eru sú sama og hjá MS en sérfræðingar frá MS Selfossi voru til aðstoðar við upphaf framleiðslunnar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?