Vel heppnuð Landbúnaðarsýning á Hellu

Mjólkursamsalan kom myndarlega að Landbúnaðarsýningunni á Hellu um liðna helgi. Aðsókn fór fram úr öllum áætlunum en talið er að komið hafi yfir 12.000 gestir á sýninguna. Bás okkar var vel sóttur en þar kenndi margra grasa, kynntir voru hefðbundnir desertostar með fulltingi mjólkurfræðinga frá MS Selfossi, eins var Ab línan kynnt rækilega, svo og Krakkaskyrið. Gestum var boðið upp á ískalda mjólk með súkkulaðiostaköku og síðan var fulltrúi frá Hvíta Húsinu sem sá um að leiða fólk um jónasarvefinn sem Mjólkursamsalan tók þátt í að setja upp. Skólahreystin átti sinn stað en þar bauðst gestum að spreyta sig í tveimur greinum undir handleiðslu vaskra sölufulltrúa fyrirtækisins. Hafdís og kynningarkonur hennar stóðu sig frábærlega og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir

  

  

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?