Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022

Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022!

Breiðablik og Valur mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli og voru það Valur sem hafði betur, 2-1. Birta Georgsdóttir kom Breiðablik í 1-0 í fyrri hálfleik en Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu fyrir Val í síðari hálfleik.

Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Vals í meistaraflokki kvenna síðan árið 2011, en þá vann liðið sigur á KR.

Til hamingju Valur!

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?