Úrslitin í Mjólkurbikar kvenna ráðast um helgina

Laugardaginn 17. ágúst mætast lið Selfoss og KR í bikarúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 17. Mikil stemning er fyrir leiknum bæði á Selfossi og í Vesturbænum og er nokkuð ljóst að stuðningur áhorfenda mun skipta miklu máli í svona mikilvægum leik.

Framtíðin er heldur betur björt í kvennaboltanum þar sem mikið er um unga og efnilega leikmenn og hvetjum við fólk eindregið til að mæta á völlinn, drekka í sig stemninguna og styðja við bakið á sínu liði!

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og kostar miðinn 2.000 kr. en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?