Úrslitin í Mjólkurbikar karla ráðast um helgina

Laugardaginn 14. september mætast lið Víkings R. og FH í bikarúrslitaleik Mjólkurbikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 17:00. Stuðningsmenn beggja liða bíða spenntir eftir leiknum og nokkuð ljóst að það verður mikil stemning í stúkunni. FH hefur tvisvar orðið bikarmeistari, síðast árið 2010, en Víkingur R. vann titilinn árið 1971. Það er því óhætt að fullyrða bæði lið muni berjast fram á síðustu mínútu á laugardaginn enda eftirsóttur titill í húfi.

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á völlinn og drekka í sig stemninguna en MS mun bjóða áhorfendum upp á ískalda mjólk og ljúffenga súkkulaðiköku fyrir leik.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og kostar miðinn 2.000 kr. en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?