Úrslit teiknisamkeppninnar

Tíundi Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 

Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólanna

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti fyrir skömmu úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var meiri þátttaka í keppninni nú en undanfarin ár og bárust 1300 teikningar frá 74 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert.

Vinningshafarnir:
Auður Mist Halldórsdóttir Vesturbæjarskóla; Logi Árnason Vogaskóla; Bjarki Þór Hermannsson, Ölduselsskóla; Camilla Anna Patriarca, Fellaskóla;
Iðunn Gigja Kristjánsdóttir, Háteigsskóla; Kamilla Mist Gísladóttir, Húsaskóla; Arna Valdís Björgvinsdóttir, Snælandsskóla; Æsa Katrín Sigmundsdóttir, Brúarásskóla; Elísabet Eir Óttarsdóttir, Hrafnagilsskóla; Jakob Ernfelt Jóhannesson, Hrafnagilsskóla.

Til sýnis á vefnum:
Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni www.ms.is.

F.v. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Björn S. Gunnarsson frá Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins íhugul við myndavalið.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem unnu til verðlauna

Jakob Ernfelt Jóhannesson - Hrafnagilsskóla

Camille Anna Patriarca - Fellaskóla


Æsa Katrín Sigmundsdóttir - Brúarásskóla

Kamilla Mist Gísladóttir - Húsaskóla

Bjarki Þór Hermannsson - Ölduselsskóla

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir - Háteigsskóla

Arna Valdís - Snælandsskóla

Auður Mist Halldórsdóttir - Vesturbæjarskóla

Elísabet Eir - Hrafnagilsskóla

Logi Árnason - Vogaskóla

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?