Úrslit nálgast í Skólahreysti MS!

Keppni í Skólahreysti MS hefur nú staðið í vetur. Þátttaka hefur verið einstaklega góð og aldrei hafa jafnmargir skólar tekið þátt en nú í ár tóku 112 þátt. Keppnin hefur verið gríðarlega spennandi og nú í vetur voru tvö Íslandsmet slegin. 

Sigurlaug Sigurðardóttir úr Vogaskóla hefur átt Íslandsmetið í hreystigreip síðan 2006 og engin komist nálægt  því að slá það út.  Birta Jónsdóttir úr Varmárskóla gerði sér lítið fyrir og sló það hressilega út og hékk í hvorki meira né minna en 06.28 mín. Meðaltími í hreystigreip er innan við þrjár mínútur og tími Birtu því einstaklega góður.
 
Valgarð Reinardsson úr Lindaskóla sló Íslandsmet Pálma Rafns Steindórssonar úr Foldaskóla í dýfum sem var 67 stk.  Valgarð tók 79 dýfur sem er magnaður árangur. Sindri Snær Svanbergsson úr Snælandsskóla  náði einnig að slá út gamla metið og tók 77 stk en komst þó ekki uppfyrir nýslegið Íslandsmet Valgarðs.  
 
Úrslit í Skólahreysti MS verða fimmudaginn 29. apríl og verður þeim sjónvarpvarpað beint frá Laugardalshöllinni kl. 20:00-22:00. Glæsileg verðlaun verða í boði en Mjólkursamsalan gefur öll verðlaun auk þess að vera stærsti styrktaraðili Skólahreysti.
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?