Úrslit í teiknisamkeppni tilkynnt í lok febrúar

Nú styttist óðum í úrslit teiknisamkeppni 4. bekkinga en nú liggur fyrir að þau verða tilkynnt í viku 9, eða 26. feb.-2. mars. Dómnefnd á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra föstudaginn 23. febrúar og mun hún aðstoða dómnefndina við valið á þeim 10 myndum sem hljóta verðlaun í ár. Yfir 1300 myndir bárust í keppnina og verður gaman að sjá hvaða nemendur og skólar vinna til verðlauna að þessu sinni.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?