Úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga

Nú á dögunum réðust úrslit í teiknisamkeppni fjórðu bekkinga sem haldin er árlega í grunnskólum landsins og beðið með mikilli eftirvæntingu meðal margra nemenda. Það var menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, Illugi Gunnarsson, sem tilkynnti úrslitin í menntamálaráðuneytinu. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn, sem er í september ár hvert, og var hann haldinn hátíðlegur í sextánda skipti síðastliðið haust. „Sem fyrr er markmið keppninnar að vekja athygli á mikilvægi og hollustu mjólkur sem og hversu stóran þátt hún á í daglegu mataræði barna en mjólkin er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. Það er að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem skólamjólkurdagurinn er haldinn og eru verðlaunateikningarnar barnanna notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna hans í framhaldinu, en slíkt vekur bæði stolt og lukku meðal nemendanna.

Í framhaldi af skólamjólkurdeginum hófst teiknisamkeppnin og höfðu nemendurnir góðan tíma til að vinna að myndunum og nutu til þess leiðsagnar frá kennurum sínum. „Það kemur okkur alltaf jafn skemmtilega á óvart þegar myndirnar byrja að streyma í hús frá öllum landshlutum og í ár bárust rétt tæplega 1.300 myndir í samkeppnina frá 71 grunnskóla en það er um 300 myndum meira en árið áður,“ segir Guðný. Það var því vandasamt verk sem beið dómnefndar og voru allir á einu máli að myndirnar í ár voru einstaklega fallegar og vel unnar. „Myndirnar voru frumlegar og einkenndust af hugmyndaflugi, húmor og sannkallaðri litagleði,“ segir Guðný. Að lokum eru tíu nemendum veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi.


Vinningshafarnir í teiknisamkeppninni 2015 eru:

Aníta Karen Rafaelsdóttir, Fossvogsskóla
Ásdís Eva Andersdóttir, Salaskóla
Henrý Jarl Hlynsson, Vættaskóla-Borgum
Hrefna Lind Óladóttir Tran, Lágafellsskóla
Klara Þorbjörg Einarsdóttir, Salaskóla
Martyna Sandra Stefanko, Fellaskóla
Pétur Baldvin Einarsson, Háaleitisskóla-Hvassaleiti
Skarphéðinn Guðjónsson, Breiðagerðisskóla
Tanja Ýr Erlendsdóttir, Lágafellsskóla
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Hlíðaskóla

Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Hér að neðan má sjá mynd af dómnefndinni við og einnig fylgja vinningsmyndir ársins, en þær er enn fremur að finna á vef Skólamjólkur - skolamjolk.is

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra ásamt Grétu Björgu Jakobsdóttur, Ernu Erlendsdóttur og Guðmundi Inga Guðmundssyni, fulltrúum MS.

 

Skarphéðinn Guðjónsson

Hrefna Lind Óladóttir Tran

Aníta Karen Rafaelsdóttir

Martyna Sandra Stefanko

Henry Jarl Hlynsson

Klara Þorbjörg Einarsdóttir

Pétur Baldvin Einarsson

Tanja Ýr Erlendsdóttir

Þórhildur Þorsteinsdóttir

Ásdís Eva Andersdóttir

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?