Úrslit í EM-leik Skyr.is

Í tengslum við þátttöku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM og nýja auglýsingu Skyr.is með Eiði Smára Guðjohnsen efndum við til EM-leiks á Skyr.is dósunum. Lukkunúmer voru prentuð á állok dósanna og með því að skrá númerin inn á vefinn okkar Skyr.is var viðkomandi kominn í sérstakan lukkupott. 

Leikurinn stóð yfir í um þrjár vikur og voru um 28.000 númer skráð í pottinn, sem fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Nú hafa vinningshafar verið dregnir út, en meðal vinninga voru iPhone 6s og Adidas fótboltar. Það var hún Magný Ósk Arnórsdóttir sem vann aðalvinninginn, iPhone símann, en til viðbótar unnu 500 heppnir þátttakendur sér inn EM bolta frá Adidas, áritað plakat og Áfram Ísland brúsa. Allir vinningshafar hafa fengið póst með frekari upplýsingum. 

Um leið og við óskum hinum heppnu til hamingju viljum við nota tækifærið og þakka öllum fyrir að taka þátt og óska íslenska landsliðinu til hamingju með stórkostlegan árangur á mótinu.

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?