Úrslit í árlegri teiknisamkeppni 4. bekkinga

Á dögunum tók Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda til margra ára meðal grunnskólanemenda, kennara og skólastjórnenda og tók Lilja það sérstaklega fram þegar vinningsmyndirnar voru valdar að allar svona keppnir innan skólanna skiptu miklu máli fyrir skólastarfið og væru góð hvatning fyrir nemendur. Að auki væri þetta skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf.

Þátttakan í keppninni var sérstaklega góð að þessu sinni en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 60 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og er óhætt að segja að fréttirnar hafi vakið mikla lukku þegar skólastjórnendum voru færð tíðindin. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag og efla liðsheild í samvinnu og samráði við umsjónakennara.

 „Myndefnið í keppninni er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá þá miklu hugmyndaauðgi sem nemendurnir búa yfir. Nemendurnir eru í 4. bekk og því ekki nema 9 og 10 ára gamlir og frábært að sjá hversu hæfileikaríkir þeir eru og hve mikinn metnað margir leggja í myndirnar sínar,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Ágúst Bragi Daðason, Fellaskóla í Fellabæ
Ástþór Hafdísarson, Grunnskóla Vestmannaeyja
Eva Natalía Tosti, Kelduskóla Reykjavík
Helgi Bjarnason, Álfhólsskóla Kópavogi
Herdís Kristjánsdóttir, Melaskóla Reykjavík
Jakub Stypulkowski, Grunnskólanum í Sandgerði
Mia Ðuric, Fellaskóla Reykjavík
Sara Dögg Sindradóttir, Hrafnagilsskóla
Sveinar Birnir Sigurðsson, Síðuskóla Akureyri
Valgerður Amelía Reynaldsdóttir, Gerðaskóla Garði

Dómnefndin 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi eru myndir af dómnefndinni og vinningsmyndum ársins. Myndirnar er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is og þar er einnig hægt að skoða vinningsmyndir síðustu ára.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra (fyrir miðju), ásamt Grétu Björgu Jakobsdóttur og Ásgerði Höskuldsdóttur fulltrúum MS í dómnefnd.

  

Ágúst Bragi Daðason, Fellaskóla Fellabæ og Ástþór Hafdísarson, Grunnskóla Vestmannaeyja

 

Eva Natalía Tosti, Kelduskóla Vík og Helgi Bjarnason, Álfhólsskóla

 

Herdís Kristjánsdóttir, Melaskóla og Jakub Stypulkowski, Grunnskólanum Sandgerði

 

Mia Ðuric, Fellaskóla Reykjavík og Sara Dögg Sindradóttir, Hrafnagilsskóla

 

Sveinar Birnir Sigurðsson, Síðuskóla og Valgerður Amelía Reynaldsdóttir, Gerðaskóla Garði

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?