Tvær nýjungar í Hleðslulínu MS

Nú hafa tvær spennandi nýjungar bæst við Hleðslulínuna frá MS.

Hleðsla Extra er með súkkulaðibragði og kemur í 308 ml fernu. Hleðslan er ferskvara sem geymist í kæli og er með 21 dags geymsluþol. Ein ferna af Hleðslu Extra inniheldur 33 g af hágæða próteini, sem er 50% meira en próteinmagn í hefðbundinni Hleðslu sem og kolvetni til hleðslu en þau henta vel eftir æfingar og sem millimáltíð. Hleðsla Extra er góður kostur fyrir þá sem leitast við að fá meira prótein.

Hleðsla - grænt te og sítróna er kolvetnaskert nýjung með fersku bragði af sítrónu og grænu tei. Dósin er 250 ml að stærð og inniheldur Hleðslan 22 g af hágæða próteini. Líkt og aðrar bragðtegundir af Hleðslu í dós er um að ræða ferskvöru sem geymist í kæli og hefur hún 21 dags geymsluþol. Hleðsla með grænu tei og sítrónu er kolvetnaskert með sætuefnum en hún inniheldur 3,2 g af kolvetnum í hverjum 100 g á meðan aðrar bragðtegundir af Hleðslu í dós innihalda frá 10,8 g. 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?