Tómar umbúðir eru ekki rusl - mundu að endurvinna

Í upphafi árs vill Mjólkursamsalan nota tækifærið og hvetja landsmenn til að setja umhverfismál í forgang en liður í því er að koma heimilisúrgangi á borð við pappafernum til endurvinnslu.

Með því að skila fernum til endurvinnslu má segja að þær öðlist framhaldslíf en tómar fernur ásamt öðru pappírs- og pappaefni er flutt til Svíþjóðar og unnið áfram í nýjar umbúðir. Hvert tonn af pappír sem fer til endurvinnslu sparar um 26.000 lítra af vatni og 17 tré – okkur munar svo sannarlega um það!

Verum meðvituð um eigin neyslu, tökum afstöðu með umhverfinu og endurvinnum.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?