Tökum rörin af G-mjólk

Við hjá MS leggjum áherslu á gæðaframleiðslu í sátt við náttúruna og umhverfið, enda eru umhverfismál meðal forgangsmála fyrirtækisins. Við hönnun og val á umbúðum er þetta sérstaklega haft í huga. Á síðasta ári breyttum við mjólkurfernunum og völdum að pakka mjólk í fernur sem hafa 66% minna kolefnisfótspor en áður og eru þær umhverfisvænustu umbúðir sem völ er á fyrir drykkjarmjólk. Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu. Á næstu vikum munum við svo kynna fleiri aðgerðir til að minnka plast í umbúðum okkar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?