Tímabundin vöntun á mygluostum

Vegna galla í nýjum framleiðslubúnaði, sem kom í ljós eftir uppsetningu í starfsstöð Mjólkursamsölunnar í Búðardal, hefur verið ákveðið að stöðva sölu á þeim mygluostum (utan gráðaosts) sem þar voru framleiddir í september og hefðu átt að fara út á markaðinn í október. Okkur hjá MS þykir þetta miður en þetta leiðir til tímabundinnar vöntunar á mygluostum frá fyrirtækinu. Framleiðsla á mygluostum er hafin á ný eftir viðgerð á framleiðslutækjunum en ostagerð er langtímaferli og þurfa ostarnir tíma til að þroskast áður en þeir verða söluhæfir. Neytendur mega því eiga von á mygluostunum í verslanir á næstu vikum.  

Ítrekað skal að þetta hefur ekki áhrif á gráðaostinn, nóg er til af honum.

Vörunúmer

Tegund

Í sölu

4120

Bóndabrie

19.okt

4145

Dala Auður

19.okt

4350

Kastali Hvítur

19.okt

4355

Gullostur

19.okt

4160

Höfðingi

19.okt

4045

Camembert

20.okt

4150

Dala Brie

20.okt

4130

Dalahringur

27.okt

4340

Kastali Blár

26.okt

4400

Stóri-Dímon

26.okt

4185

Ljótur

27.okt

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?