Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Mjólkursamsalan sendir landsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og er hann fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta ljóðskálds Íslendinga.

MS hefur frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins í góðu samstarfi við Íslenska málnefnd og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að vekja fólk til umhugsunar um íslenskt mál og fékk fyrirtækið t.a.m. heiðursverðlaun á degi íslenskrar tungu árið 2018 fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskunnar og eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu um áratugaskeið.

Í ár heiðrum við sérstaklega nokkra af þeim fjölmörgu rithöfundum, tónlistarmönnum og -konum sem gera íslensku hátt undir höfði í listsköpun sinni og hvetjum um leið aðra til að leggja rækt við móðurmálið og nota íslenskuna sem víðast, því henni eru engin takmörk sett.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér hátíðardagskrá dags íslenskrar tungu í Gamla bíó: https://www.facebook.com/dagur.isl.tungu/

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?