Þú getur unnið Mjólkurbikarglös

Það muna margir eftir gömlu Mjólkurbikarglösunum sem hægt var að eignast fyrir um 20 árum síðan og nú hafa ný glös verið framleidd fyrir nýja keppni. Áhugasamir geta tekið þátt í einföldum lukkuleik á Facebook síðu Mjólkurbikarsins og þar geta heppnir þátttakendur unnið sex glös og ískalda mjólk.

Óhætt er að segja að Mjólkurbikarinn hafi vakið athygli í sumar enda margir sem muna eftir því þegar bikarkeppni  KSÍ bar þetta nafn í kringum 1990. Nafninu fylgir góður andi og ákveðin nostalgía sem margir tengja einmitt við glösin góðu. Nú styttist óðum í úrslitaleiki deildarinnar í kvenna- og karlaflokki, en Stjarnan og Breiðablik mætast í úrslitum kvenna 17. ágúst og úrslitaleikur karla fer fram 15. september.

Hægt er að fylgjast með Mjólkurbikarnum á Facebook, Instagram, Twitter og fotbolti.net

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?