Beint í efni
En
Teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2020-2021

Teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2020-2021

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er árviss viðburður sem að þessu sinni verður haldinn hátíðlegur þann 30. september. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi. Á Íslandi markar dagurinn upphaf árlegrar teiknisamkeppni, sem notið hefur mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir, en menntamálaráðherra hefur enn fremur talað um mikilvægi slíkra samkeppna og tekið þátt í vali á verðlaunamyndunum undanfarin ár.

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði. Að jafnaði berast um 1.200 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og verkefni dómnefndar því ærið. Veitt eru verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2020 og merkja:
Mjólkursamsalan – Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

vinningsmyndir síðustu ára.