Teiknisamkeppni 4. bekkinga - skilafrestur til 20. desemberNú nálgast óðum lokaskiladagur í Teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er ár hvert í tengslum við Skólamjólkurdaginn. 16. alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim þann 30. september síðastliðinn en það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi ár hvert og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. 

Samhliða Skólamjólkurdeginum var hleypt af stokkunum teiknisamkeppni sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í og skilafrestur í teiknisamkeppninni er til 20. desember næstkomandi. Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2015 til Guðríðar Halldórsdóttur, Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.

Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar. Verðlaunin fyrir hverja mynd eru 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi. Auk þess verða vinningsmyndirnar notaðar til myndskreytingar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2016. 

Veggspjald keppninnar má sjá hér.

 
Tvær verðlaunamyndir úr síðustu keppni.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?