Teiknisamkeppni 4. bekkinga

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim í tuttugasta sinn þann 25. september næstkomandi. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni, en öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt. Þessi skemmtilega keppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir og hefur þátttakan í keppninni verið einstaklega góð. Að jafnaði berast um 1.200 myndir í keppnina frá nemendum alls staðar af landinu og verkefni dómnefndar því ærið.

Myndefnið er frjálst en má þó gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar og fær hver verðlaunahafi 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóði viðkomandi. Á vefnum skolamjolk.is má sjá vinningsmyndir síðustu ára.

Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 20. desember 2019 til Guðríðar Halldórsdóttur, Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Myndir sem berast í keppnina verða ekki sendar til baka að keppni lokinni.

Láttu ljós þitt skína og taktu þátt – það er til mikils að vinna fyrir bekkinn þinn!

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?