Sykurminni vörur frá MS og náttúrlegi sætugjafinn stevía

Öll viljum við borða hollan og góðan mat og liður í því er að draga úr sykur- og kolvetnaneyslu og reyna að finna hinn gullna meðalveg þar sem við gætum meðalhófs í mat og drykk. Mjólkursamsalan býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS og hefur fyrirtækið unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum, en rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.

Þegar skoðað er hvaðan Íslendingar fá viðbættan sykur í fæðunni kemur í ljós að lítill hluti af viðbættum sykri kemur úr bragðbættum mjólkurvörum eða einungis um 6%. Um 80% af viðbættum sykri í fæði fullorðinna koma hins vegar úr gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum, kexi og ís, þar af tæpur helmingur úr gos- og svaladrykkjum. Mjólkursamsalan tekur hins vegar ábyrgð á þessum sex prósentustigum og horft er til þess í öllu vöruþróunarstarfi að reyna að minnka hlutfallið enn frekar.

Liður í þessari þróun er val á náttúrulega sætugjafanum stevíu sem er hitaeiningalaust sætuefni og því hollur valkostur þar sem hún hefur ekki áhrif á blóðsykur líkt og hvítur sykur. Fyrr á árinu bættist ný bragðtegund í KEA skyrs fjölskylduna, KEA skyr með kókos, þar sem notuð var stevía að hluta í stað sykurs. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og vöruþróun MS tók mið af kalli neytenda um sykurminna skyr í framhaldinu. Nú hefur verið sett á markað ný bragðtegund þar sem náttúrulegi sætugjafinn stevía er aftur notaður, KEA skyr með ananas og mangó. Báðar skyrtegundirnar sem innihalda stevíu eru helmingi sykurminni en hefðbundnar tegundir í línunni. Kolvetnin eru aðeins frá 7,6 og 8,2 í 100 g og í hverri dós eru um 23 g af próteini.

Er það von Mjólkursamsölunnar að neytendur taki þessum hollu og spennandi nýjungum vel og mun fyrirtækið halda áfram að þróa og framleiða vörur í takt við þarfir og óskir Íslendinga eins og verið hefur frá stofnun fyrirtæksins.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?