Sykurminni og hollari Skólajógúrt

Í grein á heimasíðu Náttúrulæknafélags Íslands er fjallað um nokkrar matvörur undir yfirskriftinni: „Fimm algengar gervimatvörur sem við gefum börnunum okkar”. Í upptalningunni má finna Skólajógúrt og vísað er í Skólajógúrt með epla og karmellubragði en sú tegund er ekki lengur á markaði. Haustið 2014 voru gerðar róttækar breytingar á Skólajógúrtflokknum í heild. Meðal annars voru gömlu bragðtegundirnar teknar út og nýjar sykurminni tegundir settar inn í staðinn. Nýja Skólajógúrtin er þar að auki kalkríkari en önnur jógúrt og inniheldur trefjar. Skólajógúrtin sem nú er á markaði stenst viðmið Skráargatsins um sykur í bragðbættum mjólkurvörum.

Nú fæst Skólajógúrtin í þremur bragðtegundum, með jarðarberjum, bönunum og ferskjum. Nýverið var sett á markað Skólajógúrt í 1 lítra fernum með jarðarberjabragði og bananabragði og hér um að ræða hollan valkost fyrir alla fjölskylduna. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?