Sumarleikur Klóa 2016

Hinn árlegi sumarleikur Klóa er hafinn og eru sérstakir lukkumiðar nú komnir á Kókómjólkursexurnar af því tilefni; bæði á þær venjulegu og sykurskertu. Á miðunum er að finna lukkunúmer sem þátttakendur geta slegið inn á vefinn okkar kokomjolk.is og komist að því hvort vinningur leynist við þeirra númer.

1.452 vinningar eru í boði þetta sumarið og má þar nefna iPad mini, Klóa morgunverðarsett, Klóa útilegustól, Klóa fótbolta og margt fleira. Þátttakendur sjá strax hvort þeir hafi unnið til verðlauna en þeir sem ekki hljóta vinning geta skráð sig í sérstakan auka lukkupott sem dregið verður úr í lok sumars. Vinningar fást afhentir gegn framvísun lukkunúmers hjá MS Reykjavík og MS Akureyri til 31. október, en þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar geta fengið vinningana senda til sín.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?