Styttist í úrslit í Skólahreysti MS

Fimmtudaginn 2. maí verður úrslitakeppni í Skólahreysti MS. Ljóst er að keppnin verður gríðarlega spennandi þar sem mikið jafnræði er með þeim 12 skólum sem keppa að þessu sinni og allt stefnir í áhorfendamet.

Skólahreysti MS er hreystikeppni grunnskólanna en þar er keppt í upphífingum,dýfum,armbeygjum,hreystigreip og hraðaþraut. Fjórir krakkar eru saman í liði og safna þau saman stigum fyrir sinn skóla.
Þetta er áttunda árið sem Skólahreysti MS er haldið en Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið aðalstyrktaraðili. Þetta árið tóku 116 grunnskólar af öllu landinu taka þátt í undankeppnunum en í úrslitum eru 12 skólar víðsvegar af landinu.
Einn frægasti íþróttamaður 20. aldarinnar, Daley Thompson fyrrverandi Ólympíu-og heimsmethafi í tugþraut, er sérstakur gestur Skólahreysti MS 2013. Hann mun heiðra viðburðinn með nærveru sinni og kynna sér undur Skólahreysti MS á Íslandi með hugsanlegt samstarf í huga í bresku umhverfi. Skólahreysti er íslenskur hreystileikur sem vakið hefur athygli langt út yfir landsteinana, m.a. í Finnlandi.
Bein útsending frá úrslitunum verður á Rúv og hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 2. maí.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?