Starfsfólk MS hleypur til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu

Mjólkursamsalan leggur sitt af mörkum í áheitasöfnuninni fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem nú er haldið í 35. sinn. MS heitir á þá starfsmenn fyrirtækisins sem taka þátt í hlaupinu og fær hver starfsmaður sem hleypur 20.000 kr. áheit til handa góðgerðarfélagi að eigin vali, óháð vegalengd sem hlaupin er.

Þegar þetta er skrifað hafa níu starfsmenn skráð sig til leiks og MS styrkt hin ýmsu góðgerðarfélög um 180.000 kr. Meðal félaga sem starfsmenn hlaupa fyrir að þessu sinni eru Andartak, Empower Nepali Girls, Einstök börn, Krabbameinsfélag Íslands og Ljósið. Gústaf Helgi Hjálmarsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri MS er meðal þeirra starfsmanna sem tekur þátt en hann hleypur fyrir Einstök börn. MS sendir honum og öðrum starfsmönnum sínum, sem og öllum hlaupurum, hvatningarkveðjur en hægt er að styrkja hin ýmsu góðgerðarfélög á vefsíðunni hlaupastyrkur.is

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?