Starfsaldursviðurkenningar hjá MS

Traust og hæfileikaríkt starfsfólk er einn af máttarstólpum Mjólkursamsölunnar og starfsfólk MS hefur löngum sýnt fyrirtækinu mikla tryggð. Það kom glögglega í ljós þegar fyrirtækið heiðraði 36 starfsmenn sína víðs vegar af landinu fyrir háan starfsaldur nú um áramótin.

Gissur Jensen mjólkurfræðingur á Selfossi var í hópi þeirra sem var heiðraður en starfsaldur hans er rúm 50 ár. Tveir starfsmenn MS í Búðardal fengu viðurkenningu fyrir að hafa unnið þar frá upphafi eða í hartnær 45 ár. Alls fengu 20 starfsmenn viðurkenningu fyrir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í rúmlega 40 ár.

Þetta hár starfsaldur fjölda starfsmanna er staðfesting á því að MS þyki það góður og eftirsóknarverður vinnustaður að fólk vilji vinna þar svo áratugum skiptir.

Á þessum tímamótum vilja eigendur og stjórn MS þakka þessu góða fólki sérstaklega, tryggð þess og trúnað við Mjólkursamsöluna.

Hér tekur Gissur Jensen mjókurfræðingur við starfsaldursviðurkenningu eftir rúm 50 ár í starfi hjá Mjólkursamsölunni

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?